Hægri sigur blasir við í þingkosningunum í Svíþjóð. Eftir því sem liðið hefur á talninguna í kvöld hefur heldur dregið í sundur með fylkingum hægri og vinstri. Talning kjörfundaratkvæða er nú langt komin. Vinstri flokkarnir hafa samkvæmt nýjustu tölum 171 þingsæti en hægrabandalagið hefur 178 þingsæti. Kjörsókn var 79,9% en búið er að telja atkvæði frá 5.578 kjörstöðum af 5.783. Allsendis óvíst er að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en eftir helgi en þá ætti talningu utankjörfundaratkvæða að vera lokið.
Erlent