Erlent

Vill að Hutu öfgasinnar verði dæmdir

Paul Kagame.
Paul Kagame. Mynd/AP

Forseti Rúanda, Paul Kagame, segir að Hutu öfgasinnar sem skipulögðu þjóðarmorðin á Tutsi þjóðarbrotinu árið 1994 geti ekki vænst fyrirgefningar gjörða sinna. Talið er að hópur Hutu öfgasinna hafi flúið til Kongó þegar þjóðarmorðunum lauk og eru þeir sagðir ábyrgir fyrir þeim óstöðugleika sem hefur ríkt í austur Kongó á síðustu árum. Stjórnvöld í Rúanda hafa tvisvar sinnum ráðist inn í Kongó í þeim tilgangi að hafa upp á öfgasinnunum en án árangurs. Kagame segir að öfgasinnarnir hafi ekki sýnt neina iðrun og þeir verði að lúta lögum og taka út refsingu fyrir gjörðir sínar. Talið er að um hálf milljón manna hafi fallið í valinn í hundrað daga stríði milli Hutu og Tutsi þjóðarbrotanna árið 1994.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×