Erlent

Sögulegur sigur hægrimanna í Svíþjóð

Fredrik Reinfeldt
Fredrik Reinfeldt MYND/AFP

Hægra bandalagið í Svíþjóð vann sögulegan sigur í sænsku þingkosningunum í nótt. Göran Persson, formaður Jafnaðarmanna, biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag og segir af sér formennsku frá og með vorinu.

Kosningarnar voru æsispennandi. Hægri flokkarnir unnu ekki nema með tveggja prósentustiga mun, fengu sjö þingsæta meirihluta, en Hægra flokkurinn með forsætisráðherraefninu Fredrik Reinfeldt í broddi fylkingar vann stórsigur. Þegar búið var að telja nítíu og níu komma sjö prósent atkvæða hafði bandalag Hægri flokka fengið fjörtíu og átta komma eitt prósent atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×