Erlent

Ráðist gegn hermönnum í Afganistan

Sjálfmorðsárásum hefur fjölgað í Afganistan að undanförnu og í gær var til að mynda ráðist á bandaríska hermenn í Kabúl.
Sjálfmorðsárásum hefur fjölgað í Afganistan að undanförnu og í gær var til að mynda ráðist á bandaríska hermenn í Kabúl. MYND/AP

Fjórir hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins létust og um 25 óbreyttir borgarar. flestir börn, særðust í sjálfsmorðsárás í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var á hjóli og ók upp að hermönnunum sem voru að dreifa gjöfum til barna í Kandahar-héraði. Talibanar í suðurhluta Afganistans hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en þeir hafa staðið fyrir fjölmörgum sjálfsmorðsárásum á afganska hermenn og hermenn á vegum NATO að undanförnu. Hafa átök í landinu ekki verið jafnmikil frá því að talibönum var komið frá völdum fyrir um fimm árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×