Erlent

Ekki ákveðið hvort hætt verði að augða úran tímabundið

MYND/AP

Talsmaður Íransstjórnar segir það misskilning hjá Vesturveldunum að Íranarséu tilbúnir að hætta auðgun úrans tímabundið. Engar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar. Íranar hafa ekki enn orðið við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fór fram á það að þeir hættu auðgun úrans fyrir 31. ágúst. Vonir vöknuðu fyrir helgi að þokast hefði samkomulagsátt í kjarnorkudeilunni þar sem Frakkar lýstu því yfir að Íranar hefðu ljáð máls á því að hætta auðguninni. Svo virðist hins vegar ekki vera og segjast Íranar hafa þann rétt sem sjálfstæð þjóð að framleiða kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×