Erlent

Banna fartölvur vegna eldhættu

Mörg flugfélög hafa bannað farþegum að hafa Apple- og Dell-fartölvur með sér um borð í flugvélar sínar. Ástæðan er sú að rafhlöðurnar í þessum tölvum eru taldar skapa of mikla eldhættu. Bæði Apple og Dell innkölluðu milljónir af rafhlöðum í sumar eftir að upplýst var um mörg tilfelli þess að þær ofhitnuðu og kveiktu í. Meðal flugfélaga, sem hafa bannað þessar tölvur í sínum vélum, eru Korean Arilines, hið ástralska Quantas og hið breska Virgin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×