Erlent

Kviknað í ríkissjónvarpi Ungverjalands

MYND/AP

Mótmælendur reyndu í kvöld að ráðast til inngöngu í höfuðstöðvar ríkissjónvarpsins í Búdapest í Ungverjalandi eftir að Ferenc Gyurcsany, forsætisráðherra landsins, viðurkenndi að hafa logið um fjárhag landsins til að tryggja flokki sínum sigur í þingkosningum.

Eldur var lagður að húsinu. Lögregla reyndi að dreifa mannfjöldanum með táragasi. Gyurcsany viðurkenndi að hafa logið af þjóðinni eftir að ungverska útvarpið spilaði upptöku af fundi hans með þingmanni sósíalista viku eftir kosningarnar í apríl.

Mörg þúsund mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið á sunnudag til að krefjast afsagnar Gyurcsany en hann neitar að víkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×