Tískuvikan í Madríd á Spáni hófst í dag en deilur kviknuðu um framkvæmd hennar um helgina. Þá höfnuðu aðstandendur 5 sýningarstúlkum með þeim rökum að þær væru of grannar til að taka þátt. Nokkru áður hafði verið ákveðið að banna þvengmjóum stúlkum að taka þátt í tískusýningum þessa vikuna.
Tæplega 70 sýningarstúlkur voru vigtaðar og mældar á alla kanta og 5 hafnað þar sem þær voru undir fyrirfram ákveðnum viðmiðum. Margar velþekktar sýningarstúlkur ákváðu að sniðganga mælingu og vigtun og taka því ekki þátt.