Erlent

Hákarl sem gengur á uggunum

MYND/AP

Vísindamenn sem hafa grandskoðað dýralíf neðansjávar undan strönd Papua á Indónesíu segjast hafa fundir nokkra tugi nýrra dýrategunda á svæðinu. Þar á meðal er hákarl sem getur gengið á uggunum.

Vísindamenn segja lífríkinu á svæðinu stafa ógn af útgerð fiskimanna sem noti meðal annars dýnamít til að deyða dýrin. Indónesísk stjórnvöld eru hvött til að grípa til aðgerða. Þeir sem staðið hafa að rannsókninni segja um 52 nýjar tegundir að ræða, þar á meðal 24 fisktegundir og 8 nýjar gerðir af rækju.

Svæðið sem um ræðir er afskekkt og hafa fáir sjávarlíffræðingar heimsótt það. Þessar nýju niðurstöður verða birtar í vísindatímaritum innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×