Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs mun um næstu helgi standa fyrir keppninni Högglengsti kylfingur Íslands á Vífilstaðavelli, en keppt verður í karla- og kvennaflokki og allir nota sömu tegund af bolta.
Lögreglan í Garðabæ mun sjá um að hraðamæla upphafshögg keppenda og verða sérstök verðlaun veitt fyrir mesta sveifluhraðann. Forkeppni hefst á æfingasvæðinu klukkan 12 á laugardaginn, en hægt er að skrá sig til keppni og nálgast nánari upplýsingar um mótið á vefsvæðinu www.kylfingur.is