Erlent

Þúsundir krefjast afsagnar forsætisráðherrans

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Búdapest í nótt.
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Búdapest í nótt. MYND/AP

Um tíu þúsund manns mótmæltu við þinghúsið í Búdapest í Ungverjalandi í gær og í nótt. Þetta er annar dagurinn sem mótmælendur safnast saman við þinghúsið og krefjast þess að forsætisráðherra landsins Ferenc Gyurcsany segji af sér. Forsætisráðherrann varð um helgina uppvís um að hafa logið um efnahagsástand landsins.

Hópur fólks safnaðist einnig saman við höfuðstöðvar Sósíalista flokks forsætisráðherrans þar sem til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Að minnsta kosti tólf manns slösuðust í átökunum í nótt. Gyurcsany hefur lýst því yfir að mótmælendur verið teknir föstum tökum og að lögreglan geri allt sem í hennar valdi stendur til að ná tökum á ástandinu. Gyurcsany ítrekaði í gærkvöldi að hann ætlaði ekki að segja af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×