Erlent

Shinawatra á leið til Taílands

MYND/AP

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur leigt rússneska flugvél og er nú á leið til síns heima eftir að herforingjar rændu völdum í landinu í gær.

Ráðherrann var á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York þegar fréttir bárust af valdaráninu en talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvenær Shinawatra kemur til Taílands en hann mun fljúga í gegnum London. Leiðtogar hersins hyggjast halda lýðræðislegar kosningar í landinu en segja ólíklegt að það verði hægt eftir ár þar sem mikinn tíma taki að gera breytingar á stjórnarskránni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×