Erlent

Uppgjör glæpaklíka

MYND/AP

Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. Lögregla segir árásina tengjast uppgjöri tveggja glæpaklíka í borginni.

Tveir vegfarendur slösuðust lítils háttar í sprengingunni og nokkrir bílar eyðilögðust enda var sprengingin mjög öflug. Vitni á vettvangi segja að bílstjórahurðin á bílnum hafi verið opin þegar hann sprakk sem bendir til þess að maðurinn hafi sloppið lifandi. Hann er hins vegar ekki fundinn.

Þetta er annað tilræðið í Gautaborg á tveimur dögum því í gær eyðilagðist leigubíll eftir að handsprengja sem komið hafði verið fyrir undir honum sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×