Geimfararnir í geimferjunni Atlantis hafa séð fimm óþekkta hluti fyrir utan ferjuna og er nú verið að kanna hvort þetta sé eitthvað sem hafi losnað frá henni.
Búið er að fresta lendingu ferjunnar einusinni, vegna þess að óþekkt brak fylgdi henni. Hitahlífar Atlantis voru þá skoðaðar nákvæmlega og ekki hægt að sjá að neitt væri af þeim.
Stjórnstöð NASA segist ekki sjá neitt því fyrirstöðu að láta ferjuna lenda á morgun.