Erlent

Skólar opna á ný í Taílandi

MYND/AP

Skólar og opinberar byggingar opnuðu á ný í Taílandi í morgun. Lífið í landinu virðist vera að komast aftur í eðlilegt horf eftir að forsætisráðherra landins var steypt af stóli í blóðlausri byltingu. Verðbréfamarkaðurinn var einnig opnaður í morgun.

Konungur Taílands lýsti því yfir í gær að hann styddi byltingarmennina sem segjast ætla að skipa nýjan forsætiráðherra eftir hálfan mánuð og boða kosningar í fyrsta lagi að ári liðnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×