Erlent

Heillandi prins

Vilhjálmur Bretaprins ræðir við móður fyrirbura á St. Mary's spítalanum í London
Vilhjálmur Bretaprins ræðir við móður fyrirbura á St. Mary's spítalanum í London MYND/AP

Vilhjálmur Bretaprins heillaði í gær bæði starfsfólk og ungabörn á St. Mary's spítalanum í London. Hann var þangað kominn til að opna nýja barnadeild. Deildinni er ætlað að taka við fyrirburum sem alvarlega veikir.

Vilhjálmur opnaði deildina með því að klippa á rauðan borða. Það voru þriggja ára tvíburabræðurnir Jack og Thomas sem aðstoðuðu hann en þeir fæddust fimmtán vikum fyrir tímann og fengu aðhlynningu á spítalanum. Ferðin á spítalann hafði líka persónulega þýðingu fyrir Vilhjálm því hann og bróðir hans Harry eru báðir fæddir á spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×