Erlent

Komið upp um eitt mesta fíkniefnasmygl í sögu Ástralíu

MYND/AP
Sex menn eru í haldi lögreglunnar í Ástralíu eftir að það tókst að koma í veg fyrir eitt stærsta fíkniefnasmygl sem um getur í Ástralíu. Mennirnir reyndu að smygla fíkniefnum að virði rúmlega tveir milljarðar íslenskra króna.

Fimm mannanna eru frá Kanda og er einn þeirra Ástrali. Mennirnir eru sakaðir um að hafa reynt að smygla 135 kílóum af kókaíni og 120 þúsund e-töflum frá Kanda til Ástralíu. Andvirði fíkniefnanna er talið vera um tveir milljarðar íslenskra króna. Reynt var að smygla fíkniefnunum með stórri sendingu af tölvuskjám. Þeim var pakkað í hundrað þrjátíu og sex innsiglaðar pakkningar sem faldar voru inni í þrjátíu og þremur tölvuskjám.

Tollverðir fundu fíkniefnin þann 8. september síðastliðinn í Brisbane, en þetta er fimmti stærsti fíkniefnafundurinn í landinu. Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa smyglað fíkniefnunum voru í framhaldinu handteknir. Fimm þeirra voru í Brisbane og einn í Sidney.

Lögreglan í Ástralíu telur að mennirnir tengist stórum alþjóðlegum fíkniefnahring og starfar lögreglan í Kanada náið með þeim að rannsókn málsins. Mennirnir eiga að mæta fyrir dómara í dag en krafist er lífstíðarfangelsi yfir þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×