Erlent

Brot á Genfar-sáttmálanum

Mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja lagafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari aðgerðir gegn grunuðum hryðjuverkamönnum brjóta gegn ákvæðum Genfar-sáttmálans.

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu fimm sérfræðinga til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar segir einnig að yfirlýsingar bandarískra stjórnvalda um tilvist leynifangelsa bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, bendi til þess að margvísleg mannréttindabrot hafi verið framin í leitinni að hryðjuverkamönnum.

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti naumlega frumvarp forsetans á fundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×