Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. nóvember 2024 19:45 Jón Gunnarsson segir að sonur sinn sé miður sín vegna hlerunar á samtali hans. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að hann hafi sakað blaðamenn um að standa í hlerunum sem beindust að syni hans, Gunnari Bergmann Jónssyni. Hann setur þó spurningamerki við vinnubrögð blaðamanna. Þetta kom fram í viðtali við Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Jón starfar nú sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Hann greindi frá því í færslu á Facebook í morgun að erlendur maður hefði villt á sér heimildir við son sinn í þeim tilgangi að koma höggi á sig. Hann hefði gert leynilegar upptökur af Gunnari ræða um sig og hvalveiðar undir því yfirskini að um viðskipti væri að ræða. „Það er algjör misskilningur að ég hafi sakað blaðamenn Heimildarinnar um að standa að þessum hlerunum. Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það,“ sagði Jón. „Aftur á móti eru það blaðamenn Heimildarinnar sem hringja samtímis, á sömu mínútunni, annars vegar í mig og hins vegar í son minn til þess að tilkynna að þetta skuespil sem hann er búinn að vera þátttakandi í, núna í tæpa tvo mánuði, þar sem hann er blekktur mjög illilega, að það hafi allt saman verið leikrit, og að það séu af honum hljóð- og myndupptökur.“ Jón segir að þó hann hafi ekki haldið því fram að blaðamenn Heimildarinnar hefðu tekið beinan þátt í hlerununum, þá taki þeir þátt með því að taka við umræddum upplýsingum og vinna fréttir upp úr þeim. „Mér finnst vera umhugsunarefni að íslenskur fjölmiðill skuli vera tilbúinn að taka þátt í upplýsingum sem eru svona fengnar og vera þáttakandi í að birta þetta. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki gert það. Aðrir fjölmiðlar fengu þetta sent og þeir eru þeir einu sem ganga til verks.“ Býður sig fram vegna hvatningar fólks um allt land Heimildin birti í dag umfjöllun sem byggir á upptökunni, samtali huldumannsins við Gunnar. Haft er eftir Gunnari að Jón hafi sett það sem kröfu að fá stöðu í matvælaráðuneytinu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista flokksins. Í Heimildinni segir að með því gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson segir eftir að hann laut í lægra haldi gegn Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, um annað sæti á lista flokksins í Kraganum hafi hann ákveðið að hætta í pólitík. Í kjölfarið hafi honum borist mikil hvatning frá fólki um allt land um að halda áfram í stjórnmálum. Fólkið sé ástæða þess að hann ætli sér að halda áfram. „Það er þess vegna sem ég tók sæti á lista flokksins, ekki fyrir Bjarna sérstaklega eða forystu flokksins, heldur fyrst og fremst út af beiðni þessa fólks.“ Sonurinn alveg miður sín Jón segir aðalmálið vera það að hann hafi komið sér í stjórnmál viðbúinn því að lenda í alls kyns slögum, en fjölskylda hans hafi ekki gert það. „Nú hefur komið í ljós að sonur minn, sem er nú bara svona fjölskyldufaðir hér í bænum og duglegur í sinni vinnu, lendir í klónum á þrautþjálfuðum leyniþjónustumönnum sem eru með reynslu og þekkingu í yfirheyrslutækni. Hann er teymdur út í einhver fúafen í þessari umræðu. Ég svara því til í þessari yfirlýsingu minni í morgun að þar hafi hann látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. Honum þykir þetta gríðarlega dapurt, eðlilega. Hann er miður sín yfir þessu. Og hvernig þetta hefur farið með hann og hans fjölskyldu núna á síðustu daga er auðvitað bara svakalegt.“ Bjarni segir að sér sé brugðið vegna málsins sem hefur verið á allra vörum í dag.Vísir/Vilhelm Bjarna brugðið Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig stuttlega um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni síðdegis í dag. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessum vinnubrögðum og að það skuli verið gengið svona langt að því er virðist vera í nafni einhverra hagsmuna sem menn telja sig vera að vernda. Ég vil bara að það sé á hreinu að við erum að vanda okkur og við förum að lögum,“ sagði Bjarni.fot „Jón Gunnarsson, sem kemur með mér inn í matvælaráðuneytið, er aðstoðarmaður þar sem þýðir að hann hefur engin völd til að leiða nein mál til lykta neins staðar, en hann getur verið mér innan handar. Þetta mál sem um er rætt er bara í einhverju ferli og það alveg eftir að koma í ljós hvað gerist með það.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Jón starfar nú sem sérstakur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu. Hann greindi frá því í færslu á Facebook í morgun að erlendur maður hefði villt á sér heimildir við son sinn í þeim tilgangi að koma höggi á sig. Hann hefði gert leynilegar upptökur af Gunnari ræða um sig og hvalveiðar undir því yfirskini að um viðskipti væri að ræða. „Það er algjör misskilningur að ég hafi sakað blaðamenn Heimildarinnar um að standa að þessum hlerunum. Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það,“ sagði Jón. „Aftur á móti eru það blaðamenn Heimildarinnar sem hringja samtímis, á sömu mínútunni, annars vegar í mig og hins vegar í son minn til þess að tilkynna að þetta skuespil sem hann er búinn að vera þátttakandi í, núna í tæpa tvo mánuði, þar sem hann er blekktur mjög illilega, að það hafi allt saman verið leikrit, og að það séu af honum hljóð- og myndupptökur.“ Jón segir að þó hann hafi ekki haldið því fram að blaðamenn Heimildarinnar hefðu tekið beinan þátt í hlerununum, þá taki þeir þátt með því að taka við umræddum upplýsingum og vinna fréttir upp úr þeim. „Mér finnst vera umhugsunarefni að íslenskur fjölmiðill skuli vera tilbúinn að taka þátt í upplýsingum sem eru svona fengnar og vera þáttakandi í að birta þetta. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki gert það. Aðrir fjölmiðlar fengu þetta sent og þeir eru þeir einu sem ganga til verks.“ Býður sig fram vegna hvatningar fólks um allt land Heimildin birti í dag umfjöllun sem byggir á upptökunni, samtali huldumannsins við Gunnar. Haft er eftir Gunnari að Jón hafi sett það sem kröfu að fá stöðu í matvælaráðuneytinu ef hann ætti að taka sæti á framboðslista flokksins. Í Heimildinni segir að með því gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson segir eftir að hann laut í lægra haldi gegn Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, um annað sæti á lista flokksins í Kraganum hafi hann ákveðið að hætta í pólitík. Í kjölfarið hafi honum borist mikil hvatning frá fólki um allt land um að halda áfram í stjórnmálum. Fólkið sé ástæða þess að hann ætli sér að halda áfram. „Það er þess vegna sem ég tók sæti á lista flokksins, ekki fyrir Bjarna sérstaklega eða forystu flokksins, heldur fyrst og fremst út af beiðni þessa fólks.“ Sonurinn alveg miður sín Jón segir aðalmálið vera það að hann hafi komið sér í stjórnmál viðbúinn því að lenda í alls kyns slögum, en fjölskylda hans hafi ekki gert það. „Nú hefur komið í ljós að sonur minn, sem er nú bara svona fjölskyldufaðir hér í bænum og duglegur í sinni vinnu, lendir í klónum á þrautþjálfuðum leyniþjónustumönnum sem eru með reynslu og þekkingu í yfirheyrslutækni. Hann er teymdur út í einhver fúafen í þessari umræðu. Ég svara því til í þessari yfirlýsingu minni í morgun að þar hafi hann látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. Honum þykir þetta gríðarlega dapurt, eðlilega. Hann er miður sín yfir þessu. Og hvernig þetta hefur farið með hann og hans fjölskyldu núna á síðustu daga er auðvitað bara svakalegt.“ Bjarni segir að sér sé brugðið vegna málsins sem hefur verið á allra vörum í dag.Vísir/Vilhelm Bjarna brugðið Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tjáði sig stuttlega um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni síðdegis í dag. „Maður er náttúrulega sleginn yfir þessum vinnubrögðum og að það skuli verið gengið svona langt að því er virðist vera í nafni einhverra hagsmuna sem menn telja sig vera að vernda. Ég vil bara að það sé á hreinu að við erum að vanda okkur og við förum að lögum,“ sagði Bjarni.fot „Jón Gunnarsson, sem kemur með mér inn í matvælaráðuneytið, er aðstoðarmaður þar sem þýðir að hann hefur engin völd til að leiða nein mál til lykta neins staðar, en hann getur verið mér innan handar. Þetta mál sem um er rætt er bara í einhverju ferli og það alveg eftir að koma í ljós hvað gerist með það.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjölmiðlar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira