Erlent

Hörð átök vegna aftaka á Indónesíu

Til harðra átaka kom á Austur-Indónesíu í morgun þegar hópur kristinna manna frelsaði mörg hundruð fanga úr fangelsum á svæðinu, lagði elda að bílum og rændi verslanir í eigu múslima.

Þrír kaþólikkar voru teknir af lífi á Sulawesi-eyju í dögun. Þeir höfðu verið sakfelldir fyrir að hafa skipulagt sprengjuárás sem varð sjötíu múslimum að bana árið 2000. Mannréttindasamtök segja réttarhöldin yfir mönnunum hafa verið skrípaleik. Þeir hafi án efa tekið þátt í illvirkjunum en ekki verið höfuðpaurarnir. Jusuf Kalla, varaforseti Indónesíu, hvetur Indónesa til að sýna stillingu. Mál mannanna hafi farið rétta leið í gegnum dómskerfi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×