Erlent

Mannskæð sprengjuárás við upphaf föstumánaðar

Írakar í Bagdad flykktust í verslanir og á götumarkaði í borginni í morgun til að kaupa inn fyrir Ramadan föstumánuðinn. Múslimar í fjölmörgum Arabaríkjum halda þann mánuði heilagan og fasta frá sólarupprás til sólarlags. Súnníar byrjuðu að fasta í dag en sjíar byrja á morgun eða á mánudaginn.

Þrátt fyrir að þessi heilagi tími sé að hefjast var sprengjuárás gerð í Sadr-hverfi sjía í Bagdad í morgun. Þrjátíu og ein manneskja týndi lífi þegar bílsprengja sprakk. Felstir þeir sem léstust voru konur sem stóðu í biðröð til þess að fá hreinsað bensín til að elda með. Árásin er sú mannskæðasta sem gert hefur verið í Írak undanfarnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×