Erlent

Bandaríkjamenn biðja stjórnvöld í Venesúela afsökunar

Bandarísk yfirvöld hafa beðið stjórnvöld í Venesúela afsökunar á því að utanríkisráðherra landsins, Nicolas Madura, hafi verið í haldi öryggisvarða á Kennedyflugvelli í New York í eina og hálfa klukkustund í gær. Madura sótti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið er þar í borg.

Á blaðamannafundi sagði Maduro meðferðina að reynt hafi verið að handjárna hann og leita á honum. Talsmaður heimavarnarráðuneytisins bandaríska segir það rangt að Madura hafi mátt sæta illri meðferð. Ónafngreindur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir Maduro hafa verið færðan til yfirheyrslu þar sem hann hafi mætt of seint á völlinn og án flugmiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×