Erlent

Björgólfur Thor kynþokkafyllstur

Björgólfur Thor Björgólfsson er sagður kynþokkafyllstur kaupsýslumanna.
Björgólfur Thor Björgólfsson er sagður kynþokkafyllstur kaupsýslumanna. MYND/AP

Á meðan bandaríska viðskiptatímaritið Forbes birtir lista sinn yfir ríkustu Bandaríkjamennina hefur Financial Times tekið saman annars konar lista. Þar er kaupsýslumönnum skipt í hópa eftir fegurð og gælni. Á þessu lista er Björgólfur Thor Björgólfsson sagður bera af þegar kemur að kynþokka.

Listi Financial Times er nokkuð áhugaverður. Þar má finna ýmsa áhrifamenn í viðskiptalífinu hvaðnæva úr heiminum. Þeim er síðan skipað í flokk eftir því hvort þeir eru einrænari en aðrir, nískari eða skemmtilegastir þegar kemur að því að efna til veislu.

Á listanum má finna auðmanninn Björgólf Thor Björgólfsson sem sagður er kynþokkafyllstur peningamanna í heiminum. Hann er sagður fyrsti íslenski milljarðamæringurinn og 350. ríkasti maður heims. Auðæfi hans nemi jafnvirði rúmlega 150 milljarða íslenskra króna. Hann er sagður geta afvopnað andstæðinga sína með brosinu einu saman og ekki skemmi fyrir að hann sé vaxinn eins og sannur víkingur.

Farið er í stuttu máli yfir feril hans í viðskiptum og kaup hans á Landsbankanum. Því er bætt við að vísanir í sögu víkinga séu oft notaðar í umræðu um umsvif hans víða um heim enda hafi hann tekið alþjóðlega viðskiptaheim með áhlaupi.

Af þessu má ráða að Bandaríkjamenn eigi ríkustu kaupsýslumenn í heimi en við þann kynþokkafyllsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×