Erlent

Spillingarnefnd tekur til starfa í Taílandi

Frá fyrsta fundi spillingarnefndarinnar í Bangkok í morgun.
Frá fyrsta fundi spillingarnefndarinnar í Bangkok í morgun. MYND/AP

Nefnd sem skipuð hefur verið til að rannsaka meinta spillingu í ráðherratíð Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom saman í fyrsta sinn í dag.

Talið er að nefndarinnar bíði langt og strangt verkefni þar sem talið er að fleiri ráðherrar og stjórnmálamenn en Thaksin hafi misnotað vald sitt til að skara eld að eigin köku. Þá hefur herforingjastjórnin, sem rændi völdum í síðustu viku þegar forsætisráðherrann var á fundi Sameinuðu þjóðanna, skipað aðra nefnd sem heimilað verður að frysta og leggja hald á eignir stjórnmálamanna og fjölskyldna þeirra sem grunaðar eru um spillingu. Búist er við að einhver spillingarmálanna verði send saksóknara en ekki er ljóst hvort réttað verður yfir forsætisráðherranum fyrrverandi, sem er nú í útlegð í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×