Erlent

Sjáandi eða James Bond

Hneyksli skekur nú ríkissaksóknaraembættið í Kólumbíu eftir að í ljós kom að ríkissaksóknari réð til sín sjáanda sem beitti dáleiðslu og særingum gagnvart starfsfólki og lifði líkt og James Bond.

Sjáandinn var upphaflega ráðinn til þess að bæta starfsandann en hann segist hins vegar hafa komið upp um alls kyns spillingu innan embættisins, meðal annars með því að dáleiða fólk. Það sem fer hins vegar mest fyrir brjóstið á kólumbísku þjóðinni er að embættið greiddi sjáandanum háar fjárhæðir og útvegaði honum bæði byssu og brynvarðan bíl að hætti njósnara hinnar hátignar, James Bond. Málið þykir hið vandræðalegast fyrir saksóknaraembættið og hefur samningnum við sjándann nú verið rift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×