Erlent

260 handteknir eftir mótmæli í Kaupmannahöfn

MYND/AP

Yfir 260 ungmenni voru handtekin í Kaupmanna í gær þegar friðsamleg mótmæli til stuðnings félagsmiðstöðinni Ungdomshuset leystust upp í óeirðir.Talið er að um 800 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en þegar einhverjir mótmælenda fóru ekki að fyrirmælum lögreglunnar leysti hún hópinn upp. Við það æstist múgurinn og kastaði steinum og flöskum að lögreglu og kveiktu bál og brutu rúður í verslunum. Þegar upp var staðið höfðu yfir 260 verið handteknir og verður farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm þeirra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×