Erlent

Kristnir og múslimar verði að hafna öllu ofbeldi

Frá mótmælum múslima í Lahore í Pakistan á föstudag en þar voru orð páfa um Múhameð spámann fordæmd.
Frá mótmælum múslima í Lahore í Pakistan á föstudag en þar voru orð páfa um Múhameð spámann fordæmd. MYND/AP

Benedikt páfi sagði í dag á fundi sínum með fulltrúum 22 múslimalanda að bæði kristnir og múslimar yrðu að hafna öllu ofbeldi um leið og hann lýsti yfir djúpri virðingu fyrir þeim sem aðhylltust íslam.

Páfi boðaði fulltrúana á sinn fund eftir að reiðialda hafði risið meðal múslima í kjölfar tilvitnunar hans í orð keisara frá 14. öld sem sagði Múhameð spámannn aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Efnt hefur verið til mótmæla í múslimalöndum vegna ummælanna og sums staðar hafa dúkkur í líki páfa verið brenndar. Afsökunarbeiðni páfa í síðustu viku þótti ekki nógu afdráttarlaus og því boðaði páfi fulltrúa múslima á sinn fund í dag í þeirri von að minnka spennuna milli kristinna og múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×