Erlent

Drápu háttsettan al-Qaida liða í Basra

Breskar hersveitir drápu í dag háttsettan al-Qadia liða í álaupi á hús í borginni Basra í Írak. Fram kemur á fréttavef BBC að maðurinn, Omar Farouq, hafi áður stýrt al-Qaida í Suðaustur-Asíu en hann var gripinn í Indónesíu árið 2002. Farouq tókst hins vegar að sleppa úr fangelsi Bandaríkjamanna í Afganistan í fyrra en njósnarar komust að því að hann hefði falið sig í Basra. Í áhlaupi hermannanna reyndi Farouq að verja sig með byssu en skotum hans var svarað og því féll hann í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×