Erlent

Tóbaksfyrirtæki sótt til saka fyrir blekkingar

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að því að hópmálssókn á hendur tóbaksfyrirtækjum vegna light sígaretta sé tæk fyrir dómi. Fyrirtækjunum er gefið að sök að hafa talið reykingafólki trú um að light-sígarettur væru ekki eins skaðlegar og aðrar sígarettur.

Meðal þeirra fyrirtækja sem taka munu til varna í málinu eru Philip Morris, RJ Reynolds og British American Tobacco. Talsmenn tveggja síðastnefndu fyrirtækjanna segjast munu áfrýja úrskurðinum til æðra dómstóls og er jafnvel búist við að þau málaferli geti staðið í allt að ár. Verði niðurstaðan sú sama þar gætu tóbaksfyrirtækin þurft að punga út tugum ef ekki hundruðum milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×