Erlent

Vill fresta frekari aðildarviðræðum vegna stjórnarskrár

Jose Manuel Barroso, til hægri, ásamt Dominque de Villepin á blaðamannafundi í Brussel í dag.
Jose Manuel Barroso, til hægri, ásamt Dominque de Villepin á blaðamannafundi í Brussel í dag. MYND/AP

Jose Manuel Barroso, formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, telur að sambandið eigi ekki að taka á móti fleiri aðildarlöndum fyrr en afstaða hefur verið tekin til sameiginlegrar stjórnarskrár sambandsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Brussel í dag.

Skýrslu er að vænta á morgun þar sem lagt er til að bæði Rúmenía og Búlgaría fái aðild að ESB frá og með áramótum en Barroso vill staldra við og ljúka umræðum um stjórnarskrána. Bæði Frakkar og Hollendingar höfnuðu henni í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra og á næsta ári munu ríkisstjórnir ESB-landanna reyna að blása lífi í hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×