Erlent

Brown vill taka við

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, reyndi að sannfæra flokksmenn sína á þingi Verkamannaflokksins í dag um að hann væri tilbúinn til að taka við stjórnartaumunum af Tony Blair.

Verkamannaflokkurinn þingar nú í Manchester, og í fyrsta sinn í meira en áratug, er það ekki Tony Blair, sem nýtur mestrar athygli. Gordon Brown, fjármálaráðherra hefur beðið þess lengi að Blair drægi sig í hlé svo hann fengi færi á að leiða flokkinn. Nú hillir loks undir að það gerist og það fór ekki milli mála að ræða Browns var engin venjulega skýrsla fjármálaráðherra, heldur framboðsræða af fyrstu gráðu, nákvæmlega 37 mínútur og 37 sekúndur samkvæmt tímamælingu BBC. Brown talaði sérlega vel um Blair, en viðurkenndi að þeir hefðu ekki alltaf verið sammála á þessum tíu árum sem þeir hafa setið saman í ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×