Erlent

Nýjar vísbendingar um morðingja Rafik al-Hariri

Rafik al-Hariri.
Rafik al-Hariri. MYND/Reuters

Nýjar vísbendingar hafa fundist um hver myrti Rafik al-Hariri forsætisráðherra Líbanons. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna en þar kemur þó ekkert fram um hver fyrirskipaði morðið.

Kofi Annan aðalritari Sameinuðu þjóðanna fékk í dag afhenta skýrslu um gang rannsóknar á dauða Rafik al-Hariri. Forsætisráðherrann lést í sprengingu í febrúar á síðasta ári þar sem tuttug og þrír létu lífið. Í skýrslunni kemur fram að margar nýjar vísbendingar hafi fundist sem nú sé verið að vinna út frá.

Skýrslan veður kynnt í öryggisráðinu á föstudaginn. Í síðustu skýrslu rannsóknarnefndarinnar var háttsettur sýrlenskur embættismaður tengdur við morðið. Nýja skýrslan er þó mest um tæknileg atriði og þar kemur ekkert nýtt fram um hver fyrirskipaði morðið. Sýrlensk yfirvöld hafa sýnt nefndinni fullt samstarf við rannsókn á morðinu og sér nefndin ástæðu til að taka það fram í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×