Erlent

Lokið við merkingu karfa

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson.
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson. MYND/Heiða

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson lauk nýlega leiðangri sínum sem farinn var til að merkja karfa. Þetta er í fjórða sinn sem slíkur leiðangur er farinn og er markmiðið að varpa ljósi á óvissu sem verið hefur um tengsl karfastofna á Íslandsmiðum og á nálægum hafsvæðum á Reykjaneshrygg.

Karfinn er merktur með neðansjávarmerkingarbúnaði og eru merkingarnar stór þáttur í rannsóknum á líffræði og hegðun fiska. Í ár voru alls 570 karfar merktir.

Merkingin er gerð þannig að merkingarbúnaður er festur við troll skipsins og þegar karfinn syndir í gegnum tækið þá er skotið í hann merki og honum sleppt. Merkin eru annars vegar rafeindamerki og hins vegar plastmerki. Þau plastmerki sem finnast aftur geta sagt til um ferðir karfans á milli svæða en rafeindarmerkin gefa auk þess upplýsingar um hvert hitastigið er og hver dýptin er á því svæði þar sem karfinn heldur sig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×