Erlent

Vara við ferðum um Oaxaca í Mexíkó

Verið að gera að sárum kennara sem skotinn var af lögreglu í Oaxaca.
Verið að gera að sárum kennara sem skotinn var af lögreglu í Oaxaca. MYND/AP

Bandaríska sendiráði í Mexíkó hefur aftur gefið út viðvörun til bandarískra ríkisborgara sem eiga leið um Oaxaca. Þar hafa mótmælendur hafst við í nokkra mánuði, kveikt í strætisvögnum og hafa ítrekuð átök átt sér stað milli mótmælenda og lögreglu. Viðvörunin var send út í gær en stuttu síðar kom til skotbardaga milli mótmælenda fyrir utan hótel í Oaxaca en að minnsta kosti tveir særðust.

Um þrjú hundruð vopnaðir mótmæelndur gengu um götur Camino Real í Oaxacafylki í gær og kröfuðust þess að Ulises Ruiz, fylkisstjóri Oaxaca, segði af sér. Mótmælendur saka hann um að hafa með svindlað í kosningum sem haldnar voru árið 2004.

Rekja má óeirðir á svæðinu til verkfalls kennara sem hófst í maí. Mótmælin hófust mánuði síðar þegar lögreglan reyndi færa á brott kennara sem mótmæltu á torgi borgarinnar.

Svæðið hefur verið vinsælt meðal ferðamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×