Erlent

Sjö fangar létust í átökum í Gvatemala

MYND/AP

Að minnsta kosti sjö fangar létust í Pavon-fangelsinu í Gvatemala þegar lögregla og hermenn réðust inn í fangelsið og til harðra átaka kom milli þeirra og fanganna.

Fangarnir vörðu sig með því að kasta handsprengjum og skjóta á lögreglu og hermenn með sjálfvirkum rifflum sem smyglað hafði verið inn í fangelsið. Einnig köstuðu þeir heimatilbúnum sprengjum og beittu hnífum. Ástæða áhlaupsins var sú að lögregla sagði fangana ráða lögum og lofum í fangelsinu en ekki fangaverði. Fangelsismálastjóri Gvatemala sagðist ekki viss hversu margir fangar væru í Pavon-fangelsinu en á fyrstu klukkutímunum eftir áhlaupið hafði lögregla gert upptæk yfir 150 skotvopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×