Erlent

Saddam Hussein hent út úr dómssal fyrir frammíköll

Saddam Hussein gengur út úr réttarsalnum í morgun.
Saddam Hussein gengur út úr réttarsalnum í morgun. MYND/AP
Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var hent út úr dómssal í þriðja sinn á innan við viku fyrir að trufla störf dómsins og stanslaus frammíköll. Verið er að rétta yfir Hussein og sex öðrum háttsettum mönnum í tíð hans vegna þjóðarmorðs á Kúrdum árið 1988.

Dómari hóf réttarhöldin í morgun á því að minna Hussein á að trufla ekki störf og leyfði honum að lesa upp yfirlýsingu. Þegar tveir Kúrdar báru svo vitni greip Hussein fram í og þá missti dómarinn þolinmæðina og sendi hann út. Réttarhöldin yfir Hussein hafa ekki gengið sem skyldi og var aðaldómari í málinu til að mynda rekinn í síðustu viku fyrir að lýsa því yfir að Saddam hefði ekki verið einræðisherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×