Erlent

Fjögurra ára fangelsi fyrir að misþyrma félaga sínum í hernum

Rússneskur dómstóll dæmdi í dag hermann í fjögurra ára fangelsi fyrir að misþyrma nýliða í hernum svo alvarlega að læknar þurftu að taka af honum báða fæturna og kynfærin.

Mál Andreis Sytjévs vakti mikla reiði meðal rússnesku þjóðarinnar þegar það kom upp en hann var látinn krjúpa svo klukkutímum skipti með þeim afleiðingum að blóðflæði stöðvaðist til útlima og í kjölfarið kom drep í þá. Pyntingarnar eru eitt af mörgum dæmum um kúgun og ofbeldi sem viðgengst í rússneska hernum og þótti þetta mál mikið áfall fyrir Sergei Ivanov, varnarmálaráðherra Rússlands, sem sumir segja að vilji setjast í forsetastólinn í Rússlandi þegar valdatíma Vladímírs Pútíns lýkur árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×