Erlent

Blair þakkar þjóðinni og flokknum fyrir sig

Tony Blair ásamt væntanlegum eftirmanni sínum, fjármálaráðherranum gordon Brown.
Tony Blair ásamt væntanlegum eftirmanni sínum, fjármálaráðherranum gordon Brown. MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði bæði bresku þjóðinni og Verkamannaflokknum fyrir það tækifæri að fá að leiða þau undanfarin ár í síðustu ræðu sinni á ársþingi Verkamannaflokksins í dag.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum hyggst Blair standa upp úr forsætisráðherrastólnum á næsta ári og búist er við að fjármálaráðherranna Gordon Brown taki við af honum.

Blair sagði Brown „stórkostlegan" mann og endurgalt þar hrós Browns sem hélt ræðu á þinginu í gær. Blair sagði enn fremur að erfitt yrði að kveðja stjórnmálin en rétt væri að segja staðar numið, bæði vegna þjóðarinnar og flokksins. Þá sagði hann að lykilinn að sigri Verkamannaflokksins í næstu þingkosningum væri sá að takast á við hnattræn verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×