Erlent

Bush fundar með Karzai og Musharraf til að minnka spennu

Hamid Karzai og George Bush funduðu í gær í Hvíta húsinu um ástandið í Afganistan.
Hamid Karzai og George Bush funduðu í gær í Hvíta húsinu um ástandið í Afganistan. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti mun í dag funda með bæði Hamid Karzai, forseta Afganistans, og Pervez Musharraf, forseta Pakistans, vegna vaxandi spennu milli landanna. Forsetarnir hafa deilt um það í fjölmiðlum undanfarna viku hvernig tekið sé á uppreisnarmönnum talibana á landamærum Pakistans og Afganistans.

Bush hefur fundað með Karzai og Musharraf sitt í hvoru lagi undanfarna daga en þeir munu funda saman allir þrír í kvöld í Hvíta húsinu. Uppreisnarmönnum hefur vaxið ásmegin í Afganistan að undanförnu og hafa árásir talaibana ekki verið meiri frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í landið fyrir um fimm árum. Kenna Karzai og Musharraf hvor öðrum um þennan uppgang talibana.

Þá er talið mikilvægt fyrir Bush að taka fast á málinu enda hefur stjórn hans sætt mikilli gagnrýni frá demókrötum í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×