Erlent

Dæmdur fyrir stríðsglæpi en sýknaður af ákæru um þjóðarmorð

Momcilio Krajisnik við dómsuppkvaðningu í Haag í dag.
Momcilio Krajisnik við dómsuppkvaðningu í Haag í dag. MYND/AP

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi í dag fyrrverandi forseta þings Bosníu-Serba í 27 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi en hann var sýknaður af ákæru um þjóðarmorð.

Momcilio Krajisnik var hægri hönd Radovans Karadzic í Bosníustríðinu á árabilinu 1992-1995 þar sem Bosníu-Serbar unnu skipulega að þjóðernishreinsunum á múslímum og Króötum. Friðargæsluliðar NATO handtóku Krajisnik í Sarajevo fyrir sex árum en réttarhöldin yfir honum hafa staðið í tvö og hálft ár. Hann er meðal hæst settu manna úr liði Bosníu-Serba sem dreginn hefur verið fyrir dómstólinn en Radovans Karadzic er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×