Erlent

Kristjanía hefur runnið sitt skeið

Dagar Kristjaníu, sem fríríkis í Kaupmannahöfn, virðast nú vera taldir. Dönsk stjórnvöld eru staðráðin í að Kristjanía skuli verða venjulegt íbúðahverfi í höfuðborginni. Þar á að byggja 24 þúsund fermetra af nýju húsnæði og núverandi íbúar fá ekkert með það að gera hverjir nýir nágrannar þeirra verða. Kristjanía verður ekki lengur lokuð hippanýlenda. Fjármálaráðherra Danmerkur hefur sent íbúunum tilboð, sem þeir líta á sem úrslitakosti.

Þeim er boðið að greiða lægri húsaleigu en nýir innflytjendur, en húsaleigu skulu þeir borga, í fyrsta skipti í þrjátíu og fimm ára sögu hverfisins. Lítið annað er á dagskrá, enda veit fjármálaráðherrann að meirihluti danska þingsins styður áætlanir hans. Ferðasamtökin Wonderful Copenhagen segja að þessar áætlanir feli í sér að Kristjanía hætti að verða ferðamannastaður. En það er einmitt það sem stjórnvöld vilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×