Erlent

Íhuga skattlagningu til að hvetja til meiri barneigna

Rússnesk yfirvöld íhuga að leggja aukaskatt á barnlaust fólk til þess að hvetja til meiri barneigna í landinu. Vladímír Pútín forseti sagði í síðustu stefnuræðu sinni að lág fæðingartíðni væri eitt alvarlegasta vandamál sem þjóðin ætti við að stríða. Samkvæmt opinberum tölum fækkar Rússum um sjöhundruð þúsund á ári.

 

Ekki eru allir sammála því rétt sé að múta fólki til að eignast börn, eða þá neyða það til þess með efnahagsþvingunum. Ef litið er til þess að því er spáð að Rússum fækki úr 146 milljónum niður í 80 milljónir um árið 2050 er hins vegar skiljanlegt að rússneskir ráðamenn séu dálítið örvæntingafullir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×