Erlent

Telja veru erlends herliðs ógna öryggi sínu

Frá vettvangi bílsprengjuárásar í Bagdad á sunnudag.
Frá vettvangi bílsprengjuárásar í Bagdad á sunnudag. MYND/AP

Stærstur hluti Íraka telur að vera erlendra hermanna í landinu dragi úr öryggi í stað þess að auka það. Þetta sýna skoðanakannanir sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og óháðir sérfræðingar hafa gert og greint er frá í bandaríska stórblaðinu Washington Post.

Þar kemur fram að þrír af hverjum fjórum Bagdad-búum telja að þeir yrðu öruggari eftir hinir erlendu herir yfirgæfu landið. Ekkert lát virðist á mannfalli í Írak og hafa tugir slasast eða látist í átökum og árásum síðastliðinn sólarhring. Óánægja Íraka með hersetuliðið hefur ekki mælst meiri frá því ráðist var inn í landið í mars árið 2003 og Saddam Hussein steypt af stóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×