Erlent

Kanslari stappar stálinu í þjóðina

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti í dag landa sína til þess að láta ekki ótta við ofbeldi múslima beygja sig. Nokkuð uppnám hefur orðið í Þýskalandi eftir að Óperan í Vestur-Berlín hætti við að setja upp óperuna Idomeneo eftir Mozart, af ótta við að múslimum mislíkaði.

Merkel sagði að hún teldi það hafa verið mistök að hætta við uppsetningu óperunnar. Sjálfsritskoðun hjálpaði ekki gegn fólki sem vildi vinna ofbeldisverk í nafni Islams. Það væri engin skynsemi í því að hörfa. Aðrir þýskir stjórnmálamenn hafa tekið í sama streng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×