Erlent

Krajisnik fékk 27 ár

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna dæmdi í dag Momcilo Krajisnik, fyrrverandi þingforseta Bosníu-Serba, í 27 ára fangelsi fyrir ýmsa stríðsglæpi á tímum Balkanstríðanna. Hann var aftur á móti sýknaður af ákærum um þjóðarmorð. Krajisnik var handtekinn árið 2000. Hann er að líkindum áhrifamesti Bosníu-Serbinn sem dreginn hefur verið fyrir dóm fyrir stríðsglæpi, var á sínum tíma hægri hönd Radovan Karadzic, leiðtoga þeirra, sem enn gengur laus. Á meðal þeirra sem tjáðu sig um dóminn í dag voru ættingjar fórnarlamba fjöldamorðanna í Srebrenica. Þeir sögðu hneyksli að Krajisnik hefði ekki fengið þyngri dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×