Erlent

Skurðaðgerð í þyngdarleysi

Franskir skurðlæknar fjarlægðu í dag æxli úr manni við afar óvenjulegar aðstæður. Aðgerðin var gerð um borð í Airbus-þotu sem með reglulegu millibili lyfti sér upp í þyngdarleysi. Sjúklingurinn og læknarnir voru tryggilega festir við skurðarborðið en sum lækningatækin hófust aftur á móti á loft. Aðgerðin sem slík hefur enga læknisfræðilega þýðingu, með henni þykir hins vegar sýnt að hægt sé að skera fólk upp úti í geimnum þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Vísindamenn áforma nú að koma fyrir skurðstofu í alþjóðlegu geimsstöðinni þar sem hægt verður að gera einfaldar aðgerðir á geimförum sem þar dvelja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×