Erlent

Reiðir út af heimboði

Tævanar hafa formlega boðið Júnisjíró Kojsúmi, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, í heimsókn til landsins. Kínverjar hafa að venju brugðist reiðir við. Tilefni heimboðsins er að á Tævan á að fara að vígja nýja hraðlest, sem smíðuð er með japanskri tækni.

Kínverjar stökkva upp á nef sér í hvert skipti sem erlendur stjórnmálamaður heimsækir Tævan, enda líta þeir á eyjuna sem hluta af Kína. Kínverjar stefna að því að innlima Tævan í meginlandið og hafa margsinnis hótað stríði ef Tævanar streitist á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×