Erlent

Hringekja vitleysunnar

Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði í dag að hann hefði ekki náð samkomulagi við aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum, á fundi í Berlín, í dag. Hann sagði að nokkuð hefði miðað áleiðis, og grundvöllur væri fyrir frekari samningaviðræðum.

Samningaviðræðurnar við Írana, útaf kjarnorkumálum eru orðin eins og hringekja vitleysunnar. Íranar slá úr og í með samninga, og yfirlýsingar ráðamanna þar eru svo misvísandi að enginn veit í raun hvað þeir vilja. En ef marka má orð Solanas, mun hringekjan halda áfram að snúast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×