Erlent

Jospin ætlar ekki í framboð til forseta

Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, í útvarpsviðtali á stöðinn RTL þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína.
Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, í útvarpsviðtali á stöðinn RTL þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína. MYND/AP

Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, segir að hann muni ekki sækjast eftir að verða forseti Frakklands þegar Jacques Chirac lætur af embætti næsta vor. Jospin, sem er fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tvisvar farið bónleiður til búðar í tilraunum til að verða forseti. Hann segir að hann hafi ekki nægan stuðning í flokknum fyrir þriðju tilraun.

Þessi yfirlýsing Jospins eykur líkurnar á því að Ségoléne Royal verði frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum. Hún fær þó tæpast atkvæði Jospins því hann neitaði í sjónvarpsviðtali að styðja framboð hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×