Erlent

Græða vel á líflátnum föngum

Kínverskir misindismenn halda áfram að mala gull á því að selja líffæri úr föngum. Fréttamaður BBC sjónvarpsstöðvarinnar fór nýlega til Kína undir því yfirskyni að hann væri að leita að lifur til ígræðslu í föður sinn.

Á sjúkrahúsi sem hann heimsótti var honum sagt að hann gæti fengið lifur innan þriggja vikna, fyrir fimm milljónir króna. Kínverskir sjúklingar geta hinsvegar þurft að bíða í mörg ár eftir að fá nýja lifur.

Fulltrúi sjúkrahússins viðurkenndi að lifrin sem fréttamaðurinn átti að fá, gæti vel verið úr fanga. Hann hélt því fram að fangar sem væru líflátnir, gæfu samfélaginu gjarnan líffæri sín. Samkvæmt opinberum tölum voru 1770 manns teknir af lífi í Kína, á síðasta ári. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja þá hafa verið mun fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×